Þórsarar öflugir á útivelli

Þórsarar unnu góðan útisigur á Haukum í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik gáfu Þórsarar í undir lokin.

Þórsarar byrjuðu betur í eliknum, komust í 6-16, en Haukar minnkuðu muninn í 21-29 áður en 1. leikhluta lauk. Annar leikhluti var hnífjafn og staðan 46-54 í hálfleik.

Baráttan var mikil í upphafi síðari hálfleiks og þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af 3. leikhluta voru Haukar einu stigi yfir, 69-68. Þór lauk leikhlutanum hins vegar á 2-13 áhlaupi og staðan var 71-81 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Þar sigldu Þórsarar sigrinum örugglega til hafnar en lokatölur urðu 94-109.

Vincent Sanford átti stórleik fyrir Þór, skoraði 31 stig og tók 12 fráköst. Nemanja Sovic skoraði 23 stig og tók 11 fráköst, Emil Karel Einarsson skoraði 18, Tómas Heiðar Tómasson 15, Grétar Ingi Erlendsson 13, Baldur Þór Ragnarsson 7 og Oddur Ólafsson 2.

Þór er í 8. sæti deildarinnar með 6 stig, en Haukar í 3. sæti með 8 stig.

Fyrri greinÓskar endurkjörinn formaður
Næsta greinStjórn Lundar ræðir við Smíðanda um byggingu viðbyggingar