Þórsarar með bakið upp við vegg

Ragnar Örn Bragason skoraði 12 stig fyrir Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn og Grindavík mættust í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í körfubolta, í Grindavík. Heimamenn sigruðu 100-92.

Grindvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks og leiddu með 11 stigum að loknum 1. leikhluta, 31-20. Þórsarar minnkuðu muninn í 2. leikhluta og staðan var 50-48 í hálfleik. Þriðji leikhluti spilaðist líkt og sá fyrsti og Grindvíkingar endurheimtu forskot sitt. Staðan var 81-69 þegar 4. leikhluti hófst og þar tókst Grindvíkingum að halda Þórsurum frá sér.

Staðan er því 2-1 fyrir Grindvíkingum í einvíginu og næsti leikur verður í Þorlákshöfn á föstudagskvöld. Þórsarar eru komnir með bakið upp við vegg og þurfa að sigra ef þeir ætla sér ekki í sumarfrí.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 38 stig/9 fráköst, Maciej Baginski 18 stig/4 fráköst, Ragnar Bragason 12 stig, Halldór Hermannsson 9 stig/5 fráköst, Ólafur Jónsson 8 stig/4 fráköst/5 stolnir, Emil Einarsson 3 stig/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2 stig, Styrmir Snær Þrastarson 2 stig.

Fyrri greinGunnar Örn skipaður lögreglustjóri
Næsta greinDagsektir lagðar á bónda á Suðurlandi