Þórsarar gefa bolta

Um liðna helgi heimsóttu leikmenn meistaraflokks Þórs í Þorlákshöfn alla krakka fædda árin 2005 – 2007.

Gáfu þeir krökkunum körfubolta og kynntu um leið námskeið í míkróbolta sem hefst 26. sept nk. Brosmild andlit mættu strákunum og voru allir ánægðir með gjöfina.

Það er nýjung hjá deildinni að bjóða þessum aldursflokkum upp á námskeið en farið er í leiki með bolta og ýmsar æfingar sem auka styrk, jafnvægi, þol, boltatækni og samhæfingu handa og fóta.

Nú styttist í fyrsta leik í úrvalsdeildinni og er boltagjöfin liður í kynningarátaki deildarinnar á körfuboltanum.

Fyrri greinHamar tapaði að Hlíðarenda
Næsta greinHelgi bestur hjá KFR