Þórsarar gáfu eftir í lokin

Þór Þorlákshöfn sótti Stjörnuna heim í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Garðbæingar sigruðu 86-78, eftir jafnan leik.

Stjarnan byrjaði betur í leiknum og leiddi 24-19 að loknum 1. leikhluta. Þórsarar náðu áttum í 2. leikhluta og komust yfir, 32-34, en staðan var 47-47 í hálfleik.

Þórsliðið hafði frumkvæðið í 3. leikhluta og náði mest fimm stiga forskoti, 60-65. Hlutirnir litu ágætlega út fram í 4. leikhlutann en í upphafi hans höfðu Þórsarar forystuna, 67-69. Þá kom 11-2 áhlaup frá Stjörnumönnum sem héldu forystunni eftir það, allt til leiksloka.

Þrátt fyrir tapið eru Þórsarar áfram í 4. sæti deildarinnar með 18 stig, en þeir gætu misst Grindvíkinga uppfyrir sig á morgun þegar Grindavík heimsækir Njarðvík. Stjarnan fór í toppsætið með sigrinum.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 30 stig/14 fráköst, Maciej Baginski 23 stig/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 9 stig/5 fráköst, Ragnar Bragason 7 stig/7 fráköst, Ólafur Jónsson 6 stig/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3 stig.

Fyrri greinFjallkóngarnir fá aukasýningar
Næsta grein„Að reisa múra er andstætt því samfélagi sem við viljum byggja upp“