Þórsarar fundu sig ekki í Njarðvík

Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Njarðvík í mikilvægum leik í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld, 100-73.

Fyrir leikinn var tveggja stiga munur á liðunum á töflunni, Njarðvík í 4. sæti og Þór í 5. sæti en með sigrinum náði Njarðvík fjögurra stiga forskoti á Þórsara, sem þurfa að hysja upp um sig ætli þeir sér að vinna heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Þórsarar voru ekki að finna sig í kvöld og Njarðvíkingar leiddu allan tímann. Munurinn varð mestur 17 stig í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 50-34.

Þór minnkaði muninn í ellefu stig í upphafi 3. leikhluta, 50-39, en þá tóku Njarðvíkingar aftur við sér, juku muninn aftur og Þór átti engin svör.

Mike Cook Jr. var stigahæstur Þórsara með 27 stig, Tómas Heiðar Tómasson og Emil Karel Einarsson skoruðu 11, Nemanja Sovic 8, Ragnar Nathanaelsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 6 og Halldór Garðar Hermannsson 3.

Fyrri greinNýtist í æfingum fyrir stórslys
Næsta greinÓveðurspeysan