Þórsarar eltu allan tímann

Þór Þorlákshöfn sótti Tindastól heim í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn höfðu betur, 83-76.

Ef frá er talið eins stigs forskot í 1. leikhluta, 5-6, voru Þórsarar undir allan tímann og eltu Tindastól eins og skugginn. Staðan var 26-18 að loknum 1. leikhluta og Tindastóll leiddi í hálfleik, 51-40.

Þórsarar náðu að saxa á forskot Tindastóls þegar leið á seinni hálfleikinn en náðu aldrei að brúa bilið algjörlega.

Eftir leiki kvöldsins eru Þórsarar í 5. sæti deildarinnar með 20 stig en Tindastóll er í 2. sæti með 28 stig.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 24 stig/8 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 13 stig, Halldór Hermannsson 11 stig/4 fráköst/5 stolnir, Maciej Baginski 11 stig/5 fráköst, Ólafur Jónsson 9 stig, Emil Einarsson 6 stig, Ragnar Bragason 2 stig.

Fyrri greinNaumt tap á heimavelli
Næsta greinÓvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu