Þorláksvöllur getur breyst í „monster“

Golfvöllurinn í Þorlákshöfn og golfvöllurinn á Kiðjabergi eru í hópi tíu bestu golfvalla landsins að mati Brynjars Geirssonar, golfkennara.

Brynjar ritar grein á Pressuna þar sem hann setur fram topp 10 lista yfir þá golfvelli sem honum finnst skemmtilegast að leika á.

Í 7. sæti er Þorláksvöllur í Ölfusi en Brynjar segir hann án efa einn erfiðasta golfvöll landsins en á móti sé hann einn minnst notaði 18 holu völlurinn. „Snilldar hönnun á brautum og vindurinn getur breytt þessum velli í „monster“,“ segir Brynjar og mælir með að kylfingar leiki völlinn til að sjá í raun og veru hvar þeir standa getulega séð.

Í 10. sæti listans er einn glæsilegasti völlur Sunnlendinga, að Kiðjabergi. Kiðjabergsvöllur fær 10. sætið hjá Brynjari vegna glæsilegs vallarstæðis auk þess sem það sé virkilega gaman og krefjandi að leika á vellinum.

Fyrri greinBer nafn með rentu
Næsta greinN1 vann tvöfalt í litbolta