Þórir valinn þjálfari ársins

Fyrr í dag tilkynnti Alþjóða handknattleikssambandið um útnefningu á þjálfarum ársins. Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins var valinn ásamt Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska karlalandsliðsins.

Þeir Dag­ur og Þórir fengu flest at­kvæði í kjör­inu sem sér­stök dóm­nefnd valdi ásamt al­menn­ingi.

Þórir er 51 árs gamall Selfyssingur. Hann þjálfaði fyrst í Noregi hjá Elverum, Gjerpen og Nærbø IL en frá 2001 hefur Þórir verið í starfsliði norska kvennalandsliðsins. Árið 2009 tók hann við sem þjálfari liðsins.

Undir stjórn Þóris hefur norska kvenna landsliðið unnið 2 heimsmeistaratitla (2011 og 2015), 2 Evrópumeistaramótstitla (2010 og 2014) ásamt því að verða Ólympíumeistarar í London 2012.

Þórir hlaut 48,8% at­kvæðanna en þetta er í fjórða skipti sem hann er val­inn þjálf­ari árs­ins.

Fyrri greinHægt verði að leyfa veiðar á álft
Næsta greinLandeyjahöfn gæti opnað í næstu viku