Þórir stýrði Noregi til sigurs

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta til sigurs á Evrópumeistaramóti kvenna í dag þegar Noregur lagði Spán 28-25 í úrslitaleik mótsins í Búdapest í Ungverjalandi.

Þetta er í sjötta sinn sem Norðmenn vinna Evrópumeistaratitil og í annað sinn sem norska liðið verður Evr­ópu­meist­ari und­ir stjórn Þóris. Noregur sigraði í fyrra skiptið undir stjórn Þóris árið 2010 en árið 2012 vann liðið silfurverðlaun undir stjórn Þóris.

Leikurinn í dag var spennandi en Spánn hafði forystuna lengst af leiknum. Staðan var 10-12 í hálfleik en Noregur jafnaði 12-12 í upphafi síðari hálfleiks. Þær norsku náðu forystunni í kjölfarið og létu hana ekki af hendi eftir það.

Þetta er fjórði stóri titillinn sem Þórir vinnur með norska liðinu en auk tveggja Evrópumeistaratitla varð liðið heimsmeistari árið 2011 og Ólympíumeistari árið 2012.

Fyrri greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2014
Næsta greinRökkvi Hljómur dúxaði í FSu