Þórir samdi til 2020

Þórir Her­geirs­son þjálf­ari norska kvenna­landsliðsins í hand­knatt­leik skrifaði í dag und­ir nýj­an samn­ing við norska hand­knatt­leiks­sam­bandið.

Mbl.is greinir frá þessu.

Þórir skrifaði und­ir samn­ing sem gild­ir til árs­ins 2020 en hann tók við liðinu af Ma­rit Brei­vik árið 2009 eft­ir að hafa verið aðstoðarmaður henn­ar frá ár­inu 2001.

Þórir hef­ur náð frá­bær­um ár­angri með norska landsliðið en und­ir hans stjórn eru Norðmenn ríkj­andi Ólymp­íu-og Evr­ópu­meist­ar­ar og þá hömpuðu Norðmenn heims­meist­ara­titl­in­um árið 2011 und­ir stjórn Sel­fyss­ings­ins.

Fyrri greinSpámennirnir í Botnleysufirði og einvalalið íslenskra höfunda
Næsta greinVilja ART-verkefnið aftur á fjárlög