Þórir með þrjú í fyrsta útisigrinum

Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir TuS-N-Lübbecke sem sigraði Hannover-Burgdorf, 23-34, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þetta er fyrsti útisigur Lübbecke í deildinni í vetur. Liðið er áfram í 12. sæti þegar fimm umferðir eru eftir í deildinni.

Lübbecke leiddi frá upphafi og náði mest sextán marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks, 10-26, en staðan var 10-23 í hálfleik. Heiðmar Felixson skoraði fimm mörk fyrir Lübbecke sem mætir næst Kiel á þriðjudagskvöld.

Hannes Jón Jónsson, fyrrum leikmaður Selfoss, komst ekki á blað hjá Hannover-Burgdorf.

Fyrri greinEldfjallið dregst hægt saman
Næsta greinEkkert skólahald í Vík