Þórir þjálf­ari árs­ins í fimmta sinn

Þórir Her­geirs­son þjálf­ari norska kvenna­landsliðsins í hand­knatt­leik hef­ur verið út­nefnd­ur þjálf­ari árs­ins fyr­ir árið 2016 hjá Alþjóða hand­knatt­leiks­sam­band­inu.

Und­ir stjórn Þóris vann norska liðið til bronsverðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó síðastliðið sum­ar og vann Evr­ópu­meist­ara­titil­inn í des­em­ber.

Þórir fékk tvo þriðju hluta þeirra sem tóku þátt í kosn­ing­unni en það var sér­stök dóm­nefnd sem og al­menn­ing­ur.

Þetta er í fimmta sinn sem Þórir er val­inn þjálf­ari árs­ins en áður hafði hann orðið fyr­ir val­inu 2011, 2012, 2014 og 2015.

Oli­vier Krumbholz þjálf­ari franska landsliðsins varð ann­ar, Kim Rasmus­sen þjálf­ari Dana varð þriðji, Hank Groner þjálf­ari Hol­lend­inga varð fjórði og hinn lit­ríki Ev­geniy Tref­i­lov þjálf­ari Rússa varð fimmti.

Morgunblaðið greinir frá þessu

Fyrri grein20 milljónum varið í öryggismál í Reynisfjöru
Næsta greinAnnað jafntefli Hamars