Þóra sjöunda í Úkraínu

Stokkseyringurinn Þóra Þorsteinsdóttir varð í sjöunda sæti í keppninni um sterkustu konu heims sem haldin var í Úkraínu í vikunni.

Tveir íslenskir keppendur mættu til leiks, Þóra, sem er sterkasta kona Íslands og Gemma Taylor-Magnússon, sem er sterkasta kona Bretlands. Gemma varð í öðru sæti á eftir heimakonunni Nina Gerva sem sigraði með yfirburðum en Gerva sigraði í sex af átta keppnisgreinum.

Mótið heitir World’s Strongest Lady og er hluti af World Strongman Fest 2011. Átta konur frá sjö löndum kepptu á mótinu en Ísland var eina landið sem átti tvo fulltrúa í keppninni.

Fyrri greinReynir féll úr leik
Næsta greinUpplýsingamiðstöðin á nýjum stað