Þór vann í framlengingu

Sigurganga Þorlákshafnar-Þórsara í 1. deild karla í körfubolta heldur áfram en Þór lagði Val í kvöld á útivelli, 111-118, eftir framlengingu.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og mikið skorað en staðan í hálfleik var 56-58 fyrir Þór.

Jafnræðið hélt áfram í síðari hálfleik en þegar leið að lokum fóru leikar að æsast. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum leiddu Valsmenn með sjö stigum, 97-90. Þórsarar náðu þá 10-2 kafla og breyttu stöðunni í 99-100 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Valsmenn fengu tvö vítaskot í síðustu sókn sinni en fyrra skotið geigaði og staðan því jöfn, 100-100, þegar lokaflautan gall.

Þórsarar náðu fjögurra stiga forystu snemma í framlengingunni og Philip Perre kláraði svo leikinn af öryggi á vítalínunni á lokamínútunni.

Útlendingarnir í liði Þórs höfðu algjöra yfirburði í stigaskoruninni en Eric Palm var stigahæstur með 42 stig, Philip Perre skoraði 36 og Vladimir Bulut 26.

Þórsarar eru því áfram taplausir á toppi deildarinnar með 10 stig. Akureyrar-Þórsarar eru sömuleiðis með 10 stig en hafa leikið einum leik meira.

1 Þór Þ. 5/0 – 10
2 Þór Ak. 5/1 – 10
3 FSu 4/1 – 8
4 Skallagrímur 3/2 – 6
5 Breiðablik 2/3 – 4
6 Valur 2/3 – 4
7 Ármann 2/4 – 4
8 Laugdælir 2/4 – 4
9 Leiknir 1/4 – 2
10 Höttur 1/5 – 2

Fyrri greinSelfoss sló Hamrana út
Næsta greinRennslið dottið niður aftur