Þór vann Hött á útivelli – FSu tapaði fyrir KR

Þór Þorlákshöfn sigraði Hött en FSu tapaði fyrir KR í leikjum dagsins í Domino’s-deild karla í körfubolta. Bæði liðin léku á útivelli.

Þór sótti Hött heim en Hattarmenn voru fallnir fyrir leikinn. Þrátt fyrir það var leikurinn jafn og spennandi lengst af. Staðan var 44-56 í leikhléi en Hattarmenn náðu að svara fyrir sig í 3. leikhluta. Munurinn varð minnstur tvö stig í 4. leikhluta en Þórsarar voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu 93-104.

Tölfræði Þórs: Ragnar Örn Bragason 20 stig, Emil Karel Einarsson 16 stig/5 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 14 stig/13 fráköst/4 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 11 stig, Magnús Breki Þórðason 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson 11 stig/6 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 11 stig, Vance Michael Hall 7 stig/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 3 stig.

Í Frostaskjólinu mættust KR og FSu og þar var stigamunurinn meiri. Leikurinn var jafn í 1. leikhluta og FSu hafði forystuna lengst af 2. leikhluta. KR skoraði hins vegar síðustu ellefu stigin í fyrri hálfleik og leiddi 52-44 í leikhléi. Í seinni hálfleik voru KR-ingar sterkari og juku forskotið jafnt og þétt.

Tölfræði FSu: Christopher Woods 27 stig/13 fráköst/5 stolnir, Gunnar Ingi Harðarson 14 stig/6 fráköst/12 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 12 stig/8 fráköst, Þórarinn Friðriksson 10 stig, Maciej Klimaszewski 8 stig/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 5 stig, Haukur Hreinsson 3 stig, Svavar Ingi Stefánsson 3 stig.

FSu liðið er fallið úr Domino’s-deildinni með 6 stig í 11 sæti en Þór er í baráttu við Hauka um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Þór er í 5. sæti með 26 stig og þarf að vinna lokaleikinn gegn Snæfelli og treysta á að Haukar tapi sínum leikjum, gegn Njarðvík og Hetti.

Fyrri greinBlandað lið Selfoss bikarmeistari í hópfimleikum
Næsta greinHekla með tvo Íslandsmeistaratitla