Þór undirstrikaði styrkleika sinn

Þór Davíðsson, Umf. Selfoss, náði góðum árangri á Afmælismóti Júdósambands Íslands sem fram fór um síðustu helgi. Þór sigraði í -90 kg flokki.

Þór staðfesti á mótinu að hann er einn af sterkustu júdómönnum landsins. Hann sigraði sinn þyngdarflokk (-90 kg) af öryggi án þess að tapa viðureign. Þá tók Þór þátt í opnum flokki þar sem hann vann sinn riðil gæsilega og þurfti þar m.a. að berjast við hinn gríðalega öfluga Björn Sigurðsson úr Ármanni, 130 kg heljarmenni, og stóðu átökin í 8 mínúndur samfleytt.

Þessi viðureign kostaði þó Þór trúlega möguleika hans á að keppa um gullið því hann tapaði einu viðureign dagsins á móti Kristjáni Jónssyni JR, en Kristján er mjög hraður og teknískur og Þór enn þreyttur eftir viðureignina við Björn. Hreint frábær árangur hjá Þór.

Þá keppti Egill Blöndal í -73 kg flokki og gekk ótrúlega vel þrátt fyrir að hafa lítið getað æft vegna veikinda í tvo mánuði. Hann varð auk þess að létta sig fyrir keppnina til þess að komast í -73 kg flokkinn sem þýddi að hann hafði ekki fulla orku.

Egill náði ekki að vinna sig upp úr sínum riðli vegna mistaka þar sem hann fékk ekki fullnaðar sigur í viðureign sinni við hinn efnilega Roman Rumba – þrátt fyrir kast sem Egill náði og hefði átt að skila honum fullum sigri en var ranglega dæmt af honum. Þess er líka rétt að geta að Egill er aðeins 15 ára og var að keppa í flokki fullorðinna.

Fyrri greinArtemisia og Óskar sigurvegarar kvöldsins
Næsta greinSeinkun á Suðurlandsslag