Þór spáð 5. sæti – Hamarskonur neðstar

Keppni í Domino's-deildunum í körfubolta hefst á næstu dögum en í dag var kynnt spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni.

Þór Þorlákshöfn er spáð fimmta sætinu í Domino’s-deild karla með 270 stig en liðið varð í 7. sæti á síðasta tímabili.

Samkvæmt spánni mun FSu halda sæti sínu í deildinni en ekki komast í úrslitakeppnina. Liðinu er spáð 9. sæti með 141 stig. KR er spáð deildarmeistaratitlinum og ÍR og Hetti spáð falli.

Í Domino’s-deild kvenna er Hamri spáð neðsta sætinu en Hamarskonur eru langneðstar í spánni, með 30 stig. Þar fyrir ofan er Grindavík með 67 stig. Haukum er spáð deildarmeistaratitli kvenna. Verði Hamarsliðið í neðsta sæti þurfa þær reyndar ekki að óttast fall, því ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vetur.

Keppni í úrvalsdeild kvenna hefst á miðvikudagskvöld en þá tekur Hamar á móti Snæfelli í Frystikistunni klukkan 19:15.

Karlarnir hefja leik á fimmtudagskvöld. Þá tekur FSu á móti Grindavík í Iðu kl. 19:15 og á sama tíma tekur Þór Þ á móti Keflavík í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Spáin er eftirfarandi:

Domino’s deild kvenna:
1. Haukar · 144
2. Keflavík · 107
3. Valur · 86
4. Stjarnan · 80
————————
5. Snæfell · 73
6. Grindavík · 67
————————
7. Hamar · 30
Domino’s deild karla:
KR · 426
Tindastóll · 362
Stjarnan · 354
Haukar · 340
Þór Þ. · 270
Njarðvík · 234
Grindavík · 226
Keflavík · 175
———————–
FSu · 141
Snæfell · 105
———————-
ÍR · 95
Höttur · 74
UPPFÆRT KL. 14:38
Fyrri greinPACTA Lögmenn í samstarf við Krabbameinsfélag Árnessýslu
Næsta greinFjórir vinir takast á við Jure áskorunina