Þór og FSu í undanúrslit

Þór Þ og FSu unnu í kvöld leiki sína í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í körfubolta. Undanúrslitin fara fram á föstudagskvöld.

Þór fékk Tindastól í heimsókn í hörkuleik í Þorlákshöfn. Staðan var 45-38 í hálfleik og heimamenn náðu að halda gestunum í þægilegri fjarlægð í síðari hálfleik.

Tölfræði Þórs: Vance Michael Hall 30 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 17stig/6 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14 stig/9 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14 stig.

Á Selfossi var annað uppi á teningnum því FSu hafði talsverða yfirburði gegn Njarðvík. FSu var með skotsýningu í fyrri hálfleik en staðan var 62-33 í leikhléi. FSu lét kné fylgja kviði í upphafi síðari hálfleiks og sigurinn var aldrei í hættu.

Tölfræði FSu: Christopher Anderson 27 stig/9 fráköst/6 stolnir, Cristopher Caird 20 stig/8 fráköst, Ari Gylfason 18 stig/8 stoðsendingar, Birkir Víðisson 17 stig/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 12 stig/7 stoðsendingar.

Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í Síkinu á Sauðárkróki um næstu helgi.

FSu mætir Stjörnunni kl. 18:15 á föstudag og síðan mæta Þórsarar Haukum kl. 20:30 sama kvöld. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag kl. 16:30.

Fyrri grein„Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin“
Næsta greinMalbiksviðgerðir á Selfossi