Þór Líni nýliði ársins í rallinu

Selfyssingurinn Þór Líni Sævarsson var verðlaunaður sem nýliði ársins í rallakstri á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var í Officera-klúbbnum á Ásbrú á laugardagskvöldið.

Þór Líni byrjaði að keppa í rallinu í sumar ásamt Sigurbirni Ingvarssyni frá Þorlákshöfn og luku þeir keppnistímabilinu með sigri í sprettralli sem haldið var á Djúpavatni um miðjan október.
Á lokahófinu voru Íslandsmeistarar í öllum flokkum í öllum keppnisgreinum og þar gátu Sunnlendingar fagnað en Magnús Bergsson varð Íslandsmeistari í sandspyrnu í flokki útbúinna jeppa og Guðmundur Arnarsson varð Íslandsmeistari í Go-Kart.
Fyrri greinTveir féllu af þaki og fótbrotnuðu
Næsta greinHraðakstur í Rangárþingi