Þór gaf eftir undir lokin

Njarðvík tók forystuna strax í upphafi og leiddi 25-11 þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Þór svaraði þá með 2-11 áhlaupi og staðan var 27-22 að loknum 1. leikhluta. Jafnræði var með liðunum í 2. leikhluta en staðan í hálfleik var 48-44.

Þórsarar byrjuðu betur í síðari hálfleik og komust yfir, 50-54. Njarðvíkingar skoruðu hins vegar tíu stig í röð um miðjan 3. leikhluta og komust aftur yfir en staðan var 70-64 þegar síðasti fjórðungurinn hófst.

Þór jafnaði 70-70 í upphafi 4. leikhluta og eftir það var jafnræði með liðunum en Njarðvíkingar sigu framúr á síðustu fimm mínútum leiksins og lönduðu að lokum 95-87 sigri.

Mike Cook Jr. og Nemanja Sovic voru stigahæstir hjá Þór með 22 stig, Ragnar Nathanaelsson skoraði 18, Þorsteinn Már Ragnarsson 12, Baldur Þór Ragnarsson 7, Emil Karel Einarsson 5 og Halldór Garðar Hermannsson 1.

Fyrri greinÞjóðvegurinn lokaður á Skeiðarársandi
Næsta greinStór vörubíll fauk á hliðina