Þór fékk 127 stig á sig

Þórsarar réðu ekkert við öflugan sóknarleik toppliðs KR þegar Vesturbæingar komu í heimsókn í Þorlákshöfn í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 92-127.

KR hafði forystuna allan leikinn ef frá er talin mínúta í upphafi leiks þar sem Þórsarar leiddu 3-2. KR skoraði grimmt í 1. leikhluta og leiddi með tíu stigum að honum loknum, 22-32. Munurinn var orðinn tuttugu stig í hálfleik, 38-48.

Þriðji leikhluti var jafn en í þeim fjórða var Þórsvörnin galopin og KR skoraði 38 stig í lokaleikhlutanum. Þórsarar voru reyndar duglegir í sókninni líka stærstan hluta leiksins, en vörnin var hriplek.

Nemanja Sovic var stigahæstur Þórsara með 25 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði 18, Emil Karel Einarsson 14, Vincent Sanford 10, Tómas Tómasson 9, Grétar Ingi Erlendsson 8, Oddur Ólafsson 4 og þeir Halldór Garðar Hermannsson og Jón Jökull Þráinsson skoruðu 2 stig hvor.

Þór er nú í 8. sæti deildarinnar með 10 stig.

Fyrri greinHeiðdís til liðs við Selfoss
Næsta greinFSu og Hamar sigruðu