Þjótandi og Katla fengu úthlutun úr Umhverfissjóði

Ungmennafélagið Þjótandi og Ungmennafélagið Katla voru meðal þeirra sem fengu úthlutað úr Umhverfissjóði UMFÍ í síðustu viku.

Úthlutað var 950 þúsund krónum til átta verkefna.

Katla fékk 150 þúsund krónur til þess að koma upp skjólbelti við íþróttavöllinn í Vík. Þjótandi fékk 100 þúsund krónur og er sá styrkur ætlaður til uppbyggingar á félagssvæði Þjótanda í Einbúa í Oddgeirshólaklettum.

Hlutverk Umhverfissjóðs UMFÍ er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar ásamt ungmennafélagshreyfingunni og aðrir velunnarar.

Fyrri greinSelfyssingum spáð 4. sæti
Næsta greinÆgi spáð 5. sæti í 3. deildinni