Þjálfari Start spenntur fyrir Babacar

Selfyssingurinn Babacar Sarr hefur skrifað undir fjögurra ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Start. Knattspyrnustjóri liðsins segir að þetta séu áhugaverðustu félagaskipti klúbbsins í mörg ár.

Þette kemur fram á heimasíðu Start. Sarr hefur skrifað undir fjögurra ára samning við liðið en hann hefur verið lykilmaður í liði Selfoss síðustu tvö keppnistímabil.

„Hann hreif okkur bæði sem persóna og leikmaður. Þetta er vel þjálfaður leikmaður og við höfum trú á því að hann geti skapað sér nafn í norsku úrvalsdeildinni á næstu árum,“ segir Magne Kristiansen, knattspyrnustjóri Start.

Fyrri greinHamar fær góðan liðsstyrk
Næsta greinFleiri einingar töpuðust en á síðustu haustönnum