Ægir vann Suðurlandsslaginn

Ægir vann KFR 1-2 þegar liðin mættust í Suðurlandsslag á Selfossvelli í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag.

Sverrir Garðarsson kom Ægismönnum yfir á 10. mínútu og Milan Djurovic bætti við öðru marki Ægis á 34. mínútu.

Staðan var 0-2 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemyslaw Bielawski fyrir KFR þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Ægir er nú í 4. sæti riðilsins með 3 stig en KFR er á botninum með tvö töp, en KFR tapaði 6-0 fyrir Njarðvík í 1. umferð.

Fyrri greinBarros skoraði þrennu
Næsta greinEllefu milljóna króna halli á rekstrinum