Ægir tapaði á Akranesi

Ægir og Kári mættust í Akraneshöllinni í dag í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Ægir tapaði 5-2.

Fyrri hálfleikur var markalaus allt þar til á 43. mínútu að Aco Pandurevic kom Ægi yfir og staðan var 0-1 í hálfleik.

Káramenn skoruðu tvö mörk á fyrstu sex mínútum síðari hálfleik og bættu því þriðja við á 69. mínútu. Goran Jovanovski minnkaði muninn í 3-2 tveimur mínútum síðar en Káramenn voru sterkari á lokasprettinum og bættu við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum.

Eftir fjóra leiki er Ægir í 4. sæti riðils-2 í B-deildinni með 4 stig.

Fyrri greinEldur í sinu við Sýrlæk
Næsta greinKajakræðurum bjargað úr Holtsósi