Ægir sótti stig í Vogana

Ægir krækti í stig þegar liðið heimsótti Þrótt Vogum í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. Jafntefli varð niðurstaðan á Vogabæjarvelli.

Andri Björn Sigurðsson, fyrrum leikmaður Ægis, kom Þrótti yfir strax á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Ægismenn náðu að jafna hálftíma síðar og þar var að verki Gunnar Bent Helgason.

Staðan var 1-1 í hálfleik og þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða í seinni hálfleiknum tókst þeim ekki að bæta við mörkum.

Ægir er í 8. sæti 3. deildarinnar að loknum fjórum umferðum með tvö stig en Þróttur er í 5. sætinu með 7 stig.

Fyrri greinHrunamenn fengu skell á Blönduósi
Næsta greinBorholan fóðruð niður á 200 metra dýpi