Ægir og KFR töpuðu

Ægir tapaði fyrir Hetti í 2. deild karla í knattspyrnu í dag og á sama tíma tapaði KFR gegn Reyni Sandgerði í 3. deildinni.

Lokatölur á Þorlákshafnarvelli urðu 1-2. Hattarmenn komust yfir á 11. mínútu en Aron Davíðsson jafnaði fyrir Ægi á 32. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik og síðari hálfleikur var markalaus allt þar til gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma.

Á Hvolsvelli var Reynir Sandgerði í heimsókn. Gestirnir komust yfir á 25. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Goran Jovanovski fyrir KFR með marki úr vítaspyrnu. Hálfleikstölur voru 1-1 en Reynir bætti við tveimur mörkum á síðustu fimmtán mínútum leiksins og tryggðu sér 1-3 sigur.

Ægir er nú í 10. sæti 2. deildarinnar með 4 stig en KFR er í 3. sæti 3. deildarinnar með 10 stig.

Fyrri greinFrábær stemmning á Kótelettunni
Næsta greinHörkukeppni á héraðsmóti