Ægir og KFR töpuðu

Ægir tapaði fyrir Vestra í 2. deild karla í knattspyrnu í dag og í gær lutu Rangæingar í gras í leik gegn Tindastóli í 3. deildinni.

Ægir mætti Vestra á Ísafirði og þar komust heimamenn yfir á 15. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik og heimamenn bættu svo við öðru marki á 71. mínútu. Lokatölur 2-0.

Ægir er í vondum málum í 11. sæti 2. deildarinnar, sex stigum á eftir KV sem er í 10. sætinu.

KFR tók á móti toppliði Tindastóls í 3. deildinni í gær. Þar höfðu gestirnir 0-1 sigur en markið kom ekki fyrr en á 85. mínútu leiksins.

KFR er í 9. sæti þegar fimm umferðir eru eftir, í 9. sæti með 8 stig. Þar fyrir ofan er Dalvík/Reynir með 9 stig og í 10. sætinu er KFS með 4 stig. Þessi þrjú lið eru langneðst í deildinni og eiga öll eftir að mætast innbyrðis.

Fyrri greinEldur í fjölbýlishúsi á Selfossi
Næsta greinAfhending verknámshúss FSu dregst