Ægir náði í stig gegn toppliðinu

Ægismenn heimsóttu KV í kvöld í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn og var ekki að sjá að þau væru að berjast á sitthvorum enda stigatöflunnar.

KV er á toppi deildarinnar en Ægismenn höfðu engar áhyggjur af því og komust yfir strax á 6. mínútu með marki frá Jóhanni Óla Þórbjörnssyni. Eftir það var jafnræði með liðunum, KV meira með boltann en vörn Ægismanna þétt. Heimamenn náðu þó að jafna leikinn á 41. mínútu og það urðu lokatölur leiksins.

Í síðari hálfleik voru Ægismenn þéttir og héldu KV vel í skefjum. Ægir fékk nokkur mjög góð færi um miðjan seinni hálfleikinn en KV bætti í undir lokin og sótti fast að marki Ægis en vörn Ölfusinga hélt og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Stigið lyfti Ægi ekki upp töfluna, liðið er áfram í 9. sæti deildarinnar, nú með 14 stig.

Fyrri greinVarðeldur vakti slökkviliðið
Næsta grein16 ára drengur villtist á Fimmvörðuhálsi