Ægir gerði góða ferð norður

Ægir vann mikilvægan sigur á Tindastóli á Sauðárkróki í dag, en liðin eru bæði á neðri hluta stigatöflunnar í 2. deildinni.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en heimamenn voru nær því að skora. Stólarnir áttu einnig góð færi í upphafi seinni hálfleiks en þegar leið á leikinn þyngdust sóknir Ægis.

Þorkell Þráinsson slapp svo í gegnum vörn Tindastóls á 87. mínútu og tryggði Ægi 0-1 sigur.

Með sigrinum eru Ægismenn komnir með 7 stig í 10. sæti deildarinnar og hafa slitið sig aðeins frá Tindastóli og Dalvík/Reyni sem eru í fallsætunum með 3 og 2 stig.

Fyrri greinMiklu meira en bara markaður
Næsta greinSelfossliðið vann stigakeppnina örugglega