Ægir áfram á hættusvæði

Staða Ægis í fallbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu skánaði ekkert í kvöld þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Aftureldingu á heimavelli.

Gestirnir komust yfir á 31. mínútu leiksins og reyndist það eina mark leiksins.

Ægir hefur nú 18 stig í 10. sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Tindastóll en Stólarnir eiga leik til góða.

Næsti leikur Ægis er gegn botnliði Dalvíkur/Reynis á útivelli á laugardaginn, en þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Ægir á einnig eftir að mæta toppliði Leiknis F og Njarðvík, sem einnig er í botnbaráttunni. Miðað við stöðuna á neðri hluta stigatöflunnar má telja líklegt að örlög botnliðanna ráðist í lokaumferðinni.

Fyrri greinSelfoss frestaði sigurgleði Blika
Næsta greinFOSS eykur þjónustu við félagsmenn