Ægi spáð falli

Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu spá Ægi í Þorlákshöfn falli úr deildinni.

Fótbolti.net fékk alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Ægismenn fengu 60 stig og er spáð 11. sæti, en þar fyrir neðan er KF með 45 stig.

„Liðið hefur verið í fallbaráttunni og bjargað sér í síðasta leik. Svo það kemur ekki á óvart að þetta sé spáin,“ segir Einar Ottó Antonsson, þjálfari Ægis, í samtali við fotbolti.net en markmið Ægis í sumar verður að afsanna þessa spá.

Ægir hefur leik á Íslandsmótinu á heimavelli þann 7. maí þegar Sindri frá Hornafirði kemur í heimsókn.

Spá fotbolti.net

Fyrri greinErik hættur með FSu
Næsta greinGóður fundur um miðbæjarskipulag