Æfingar falla niður á Selfossi

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá Almannavörnum ríkisins um að fólk haldi sig innandyra eftir klukkan 13 á morgun, mánudaginn 7. desember, munu æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður sem hér segir:

Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, júdódeild, knattspyrnudeild og taekwondodeild falla niður. Nánari upplýsingar eru á fésbókarsíðum viðkomandi deilda og/eða æfingahópa eftir því sem við á.

Æfingar hjá koparhópi (hjá Guggu Bjarna) falla niður á morgun.

Tilkynningar um æfingar hjá handknattleiksdeild og eldri sundhópum (hjá Magga Tryggva) verða gefnar út á morgun.

Ungmennafélag Selfoss hvetur fólk til að fara að tilmælum Almannavarna og Veðurstofu Íslands og halda sig heima við þegar fárviðrið skellur á sunnanvert landið upp úr hádegi á morgun. Jafnframt minnum við foreldra og forráðamenn á að ákvörðun um hvort iðkendur mæti á æfingar þegar veðurspá er ótrygg er alltaf á ábyrgð foreldra.

UPPFÆRT: ALLAR ÆFINGAR FALLA NIÐUR Á MÁNUDAG ÞAR SEM ÍÞRÓTTAHÚSUM OG SUNDHÖLL SELFOSS VERÐUR LOKAÐ.

Fyrri greinÞór lagði Hött í bikarnum
Næsta greinHellisheiði og Þrengslum líklega lokað kl. 16 á mánudag