Þuríður hlaut hvatningarverðlaun

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands var haldin á dögunum, þar sem góðum árangri sumarsins var fagnað, þar á meðal fimm Íslandsmetum.

Hvatningarverðlaun Frjálsíþróttasambandsins voru einnig afhent þremur aðilum sem hafa stuðlað að framgangi íþróttarinnar með áberandi hætti. Þeir eru Þráinn Hafsteinsson þjálfari ÍR, Þuríður Ingvarsdóttir þjálfari hjá Umf. Selfoss og að lokum Íþróttadeild RÚV.

Einnig tilnefndi FRÍ þrjá aðila til verðlauna European Athletics (EAA), en þeir eru Friðrik Þór Óskarsson, Sigurður Haraldsson og Margréti Héðinsdóttur. Þessir aðilar hafa allir skarað fram úr á mismunandi sviðum er snúa að frjálsum íþróttum.