Þrjú sveitarfélög á Suðurlandi taka þátt

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29. september til 5. október næstkomandi. Árborg, Hveragerði og Ölfus taka þátt í verkefninu.

Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum UMFÍ í samstarfi við yfir 200 grastrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Öllum sveitarfélögum á Suðurlandi var boðin þátttaka og verða þrjú sveitarfélög með í ár. Hér eru upplýsingar frá sveitarfélögunum um nokkra af þeim viðburðum sem í boði verða.

Sveitarfélagið Árborg
Ýmsir viðburðir og tilboð verða í gangi í sveitarfélaginu í tilefni af vikunni.

Þri. 30. sept. kl. 20:00 – Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur með fyrirlestur um næringu og almenna heilsu í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi.

Frískir flóamenn hlaupa frá Sundhöll Selfoss þri. og fim. kl. 17:15 og á laugardag kl. 10:00. Allir velkomnir með.

Líkamsræktarstöðvar og ýmsar verslanir á Selfossi verða með tilboð:

– Frítt í Sportstöðina alla vikuna og sérstak tilboð í vildarklúbbinn eða 5.500 kr. á mán.

– Lifandi hús og Dansport með kynningardag lau. 4.okt kl. 10:00 – 14:00.

– Intersport , Efnalaug Suðurlands og Skóbúð Selfoss Sportbær með tilboð á ýmsum íþróttavörum.

Hveragerðisbær

Íbúar eru hvattir til að huga sérstaklega að því að hreyfa sig þessa viku og miðar dagskráin við að fjölskyldan hreyfi sig sem mest saman undir yfirskriftinni, gaman saman.

Skólar bæjarins verða virkir þátttakendur og er hvatning til vinnustaða að stuðla að meiri hreyfingu starfsmanna sinna á vinnutíma.

Mánudagur 29/9
Hjóladagur: tilvalið að hjóla í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm. Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.

Þriðjudagur 30/9
Göngudagur: tilvalið að ganga í skólann og vinnuna. Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00. Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði. Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 1/10
Sund- og leikjadagur. Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30.

Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum. Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.

Fimmtudagur 2/10
Hreyfidagur. Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is.

Föstudagur 3/10
Fjölskyldan – gaman saman. Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.

Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars.

Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.

Laugardagur 4/10
Fjölskyldan – gaman saman. Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni. Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna. Fjallganga á Reykjafjall, ganga saman heilsustíginn, fara í ratleik, hjólatúr eða göngutúr.

Sunnudagur 5/10
Fjölskyldan – gaman saman. Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni. Fjallganga á Reykjafjall, ganga saman heilsustíginn, fara í ratleik, hjólatúr eða göngutúr. Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.

Sveitarfélagið Ölfus
Mánudagur 29. sept. kl. 17:00. Heilstustígurinn formlega vígður og öllum boðið að ganga hringinn með leiðsögn.

Þriðjudagur 30. september kl.17:15 Sundleikfimi allir velkomnir. Ferðamálafélag Ölfus verður með gönguferð á Litla-Sandfell í Þrengslum. Lagt af stað frá bakaríinu kl.18:00. Boccia hjá eldri borgurum kl 10:20 í íþróttahúsinu.

Miðvikudagur 1. október. Frítt í sund í tilefni af hreyfivikunni.

Fimmtudagur 2. október. Badmintondeild Þórs bíður öllum að koma í badminton kl 17:45 yngri og kl. 20:30 eldri. Kl.17:15 Sundleikfimi allir velkomnir.

Föstudagur 2. október. Frítt í líkamsrækt í tilefni af hreyfivikunni.

Laugardagur 3. október. Kl. 10:00 Heilsustígurinn genginn með leiðsögn.

Sunnudagur 4. október. Badmintondeild Umf. Þórs býður öllum í badminton kl. 12:00.

Ennfremur verður leikskólinn, grunnskólinn og félagsmiðstöðin með dagskrá í hreyfivikunni.

Fyrri greinÁttþúsundasti Árborgarinn heiðraður
Næsta greinÖlfus eignast hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar