Þrjú stig úr austurferð

Lið KFR hélt austur á land um helgina og lék tvo leiki í 3. deild karla í knattspyrnu, gegn Einherja á Vopnafirði og Hetti á Egilsstöðum.

KFR mætti Einherja í gær og tapaði 1-0 en heimamenn skoruðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Í dag mættu Rangæingar svo Hetti þar sem fyrri hálfleikur var markalaus. Helgi Ármannsson kom KFR í 0-2 með tveimur góðum mörkum í síðari hálfleik en heimamenn minnkuðu metin með marki úr hræódýrri vítaspyrnu og lokatölur urðu 1-2.

KFR hefur nú tíu stig í 9. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er mikilvægur leikur gegn Berserkjum á heimavelli, næstkomandi fimmtudagskvöld.

Fyrri greinStrákarnir okkar: Jafnt í öllum leikjum
Næsta greinHafliðadagur í Bókakaffinu