Þrjár uppaldar hjá KFR í U16

Þrjár stúlkur uppaldar hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga voru valdar í æfingahóp hjá U16 landsliði kvenna sem æfir fyrir Norðurlandamótið, sem fer fram í Noregi í júlí.

Það er órtúlega góður árangur hjá svo litlu félagi að eiga þrjár stúlkur í þessum hópi. Þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir. Katrín leikur þessa dagana með Selfyssingum en Bergrún og Hrafnhildur með ÍBV í samstarfi ÍBV og KFR.

Bergrún hefur æft með æfingahópi í vetur og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd, á móti Dönum í Egilshöllinni í mars.

Það er gaman að segja frá því að KFR á einnig tvo leikmenn í A-landsliði kvenna en það eru þær Hólmfríður Magnússdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sem báðar eru uppaldar hjá félaginu.