Þrjár umsóknir um ULM 2012

Þrjár umsóknir bárust til Ungmennafélags Íslands um að halda Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina árið 2012.

Eins og greint hefur verið frá sótti HSK í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg um að halda mótið og var það gert að frumvæði sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur var til 1. júní sl. og bárust tvær aðrar umsóknir um að halda mótið, frá UMSE og UFA með Akureyri sem mótstað og USÚ með Höfn í Hornarfirði.

Fulltrúar HSK og Árborgar fóru á fund stjórnar UMFÍ í síðustu viku og kynntu umsóknina og gerðu aðrir umsækjendur slíkt hið sama.

Stjórn UMFÍ mun ekki gefa upp hvaða staður varð fyrir valinu fyrr en á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi í sumar.