Þrjár frá Selfossi í U19

Þrír leikmenn Selfoss eru í U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu sem heldur til Frakklands í vikunni og leikur í milliriðli Evrópumótsins.

Þetta eru þær Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Auk heimastúlkna, verður leikið gegn Rússum og Rúmenum. Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Ísrael í sumar ásamt þeirri þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex.

Fyrsti leikur liðsins er gegn Frakklandi laugardaginn 4. apríl, mánudaginn 6. apríl er leikið gegn Rússlandi og fimmtudaginn 9. apríl gegn Rúmenum.