Þrír titlar á grunnskólamóti Glímusambandsins

Grunnskólamót Glímusambands Íslands fór fram í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Fjórir skólar af sambandssvæði HSK sendu keppendur á mótið og unnu þeir til ellefu verðlauna samtals.

Bláskógarskóli var með fimm verðlaunahafa, Hvolsskóli fjóra og Flóaskóli og Vallaskóli ein verðlaun hvor skóli.

Grunnskólameistarar af Suðurlandi urðu Aldís F. Kristjánsdóttir úr Vallaskóla í 8. bekk, Fróði Larsen Bláskógarskóla í 6. bekk og Kristján Bjarni Indriðason Hvolsskóla í 10. bekk.

Krakkarnir skemmtu sér vel og voru ánægð í mótslok. Glímt var á tveimur völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig. Mótsstjóri var Svana Hrönn Jóhannsdóttir.

Heildarúrslit eru á www.glima.is.
Fyrri greinByggði verðlaunamynd á móður sinni
Næsta greinHaukur valinn í A-landsliðið