Þrír Sunnlendingar í A-landsliðinu

Hólmfríður Magnúsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Óladóttir eru allar í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ísrael og Möltu í undankeppni HM2015 í apríl.

Dagný og Guðmunda, sem eru leikmenn Umf. selfoss, voru einnig með íslenska liðinu sem endaði í 3. sæti á Algarve mótinu fyrr í þessum mánuði og stefnir á að fylgja þeirri frammistöðu eftir með því að ná í tvo sigra í komandi leikjum. Hólmfríður, sem leikur með Avaldsnes í Noregi, snýr nú aftur í landsliðið en hún lék ekki á Algarve-mótinu sökum meiðsla.

Landsliðið mætir Ísrael þann 5. apríl og Möltu 10. apríl og eru báðir leikirnir á útivelli.