Þrír Selfyssingar í æfingahóp U21

Þrír leikmenn Selfoss hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu vegna U21 liðs karla íí undirbúningi liðsins fyrir leik gegn Azerbaijan í Evrópukeppninni í febrúar.

Stefán Ragnar Guðlaugsson, Ólafur Karl Finsen og Jón Daði Böðvarsson eru allir í hópnum ásamt Guðmundi Þórarinssyni sem leikur með ÍBV.

Alls voru 29 leikmenn valdir á æfinguna sem fer fram þann 15. janúar undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara U21 landsliðs Íslands.