Þrír Íslandsmeistarar í sama bekknum

Sú skemmtilega staða kom upp eftir Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum um síðustu helgi að þrír nemendur úr sama bekknum, 7. SKG í Vallaskóla á Selfossi, hömpuðu Íslandsmeistaratitli.

Þetta eru þau Hákon Birkir Grétarsson, sem varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og hástökki, Hildur Helga Einarsdóttir og Vilhelm Freyr Steindórsson, en þau sigruðu bæði í kúluvarpi.

Sannarlega magnaður árangur hjá þessu efnilega íþróttafólki og 7. SKG hlýtur að teljast einn besti frjálsíþróttabekkur landsins þessa dagana.

Fyrri greinÍslenzkt engjakaffi á öskudaginn
Næsta greinEinar Kára og Elfar Logi heimsækja Selfoss