Þrír á palli

Umf. Hekla sendi þrjá keppendur til leiks á Unglingamót KR í borðtennis sem fram fór í Hagaskóla síðastliðinn laugardag. Þeir komust allir á verðlaunapall.

Þetta voru þeir Heiðar Óli Guðmundsson, Aron Birkir Guðmundsson og Þorgils Gunnarsson sem allir kepptu í flokki 11-12 ára drengja.

Heiðar varð í 2. sæti og þeir Aron Birkir og Þorgils jafnir í 3.-4. sæti.

Fyrri greinÍbúafundur í Árnesi í kvöld
Næsta greinStöðvaður eftir glæfraakstur