Þrír Þórsarar í Stjörnuleikinn

Þrír leikmenn Þórs í Þorlákshöfn hafa verið valdir í lið landsbyggðarinnar í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer þann 14. janúar í Grafarvogi.

Darren Govens, Guðmundur Jónsson og Darri Hilmarsson voru allir valdir í liðið af Helga Jónasi Guðfinnssonar, þjálfara Grindavíkur, en hann stjórnar liði landsbyggðarinnar.

Selfyssingurinn Marvin Valdimarsson er í byrjunarliði höfuðborgarinnar ásamt Mýrdælingnum Justin Shouse en þeir leika báðir með Stjörnunni. Marvin og Justin voru kosnir í byrjunarliðið í netkosningu sem 2.200 manns tóku þátt í.

Fyrri greinÞýskir hrútavinir í heimsókn
Næsta greinBjörgvin G: Að rækta nýjan skóg