Þriðji sigur Ægis í röð

Ægismenn stukku upp í 4. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með góðum 1-0 sigri á Reyni Sandgerði.

Þetta var þriðji sigur Ægis í röð í deildinni en Ágúst Freyr Hallsson tryggði Ægismönnum stigin þrjú í kvöld með eina marki leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Eftir markið voru gestirnir meira með boltann og léku undan sterkum vindi en Ægisvörnin var þétt og stóð vel fyrir sínu, auk þess sem Matthew Towns var með allt á hreinu í rammanum.

Ægir hefur nú sextán stig í fjórða sæti deildarinnar og mætir næst ÍR á útivelli á þriðjudaginn kemur. ÍR er í 2. sæti, einu stigi á undan Ægi.

Fyrri greinKFR vann Suðurlandsslaginn
Næsta greinTónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi