Þriðja tap FSu í röð

FSu tapaði þriðja leiknum í röð í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið mætti Þór Ak. á útivelli í kvöld.

Þórsarar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 46-34. Selfyssingar bitu frá sér í 3. leikhluta og minnkuðu muninn í 66-59 í upphafi 4. leikhluta. Munurinn hélst í 10 stigum í 4. leikhluta en FSu náði að minnka hann í 5 stig rétt undir lokin en nær komust þeir ekki.

Valur Orri Valsson var stigahæstur hjá FSu með 22 stig, Guðmundur Gunnarsson skoraði 20 og Björn Kristjánsson 11.