Þrettán HSK met sett í Brúarhlaupinu

Brúarhlaup Selfoss var haldið þann 8. ágúst síðastliðinn og voru hvorki meira né minna en þrettán ný HSK met sett þann daginn.

Lára Björk Pétursdóttir hljóp 5 km hlaup á 22:46 mín og setti HSK met í sex flokkum, en árangur hennar er met í 13,14, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára flokki stúlkna.

Ástþór Jón Tryggvason setti þrjú HSK met í 5 km hlaupi. Hann hljóp á 18:27 mín sem er met í 16-17 ára flokki og einnig í 18-19 og 20-22 ára flokki drengja.

Þorsteinn Magnússon setti HSK met í 5 km hlaupi í flokki 35-39 ára karla, en hann hljóp á 18:33 mín.

Sædís Íva Elíasdóttir bætti HSK metið í 5 km hlaupi í flokki 45-49 ára, en hún hljóp á 31:42 mín.

Þá bættu hjónin Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir HSK met sín í 10 km götuhlaupi í flokki 60- 64 ára. Sigmundur hljóp á 42:21 mín og Ingileif var á 55:55 mín. Heildarúrslit má sjá hér.

Fyrri greinGuðdómlegt grænmetislasagne
Næsta greinHermann ráðinn varðstjóri sjúkraflutninga