Þrenna frá Henry kláraði leikinn

Kvennalið Selfoss vann góðan sigur á Fylki í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Lokatölur urðu 3-1 og það var hinn nýi framherji Selfossliðsins, Donna Kay Henry sem skoraði öll mörk liðsins. Staðan var 1-1 í hálfleik en Henry bætti við tveimur mörkum í á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiks og þar við sat.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 6 stig að loknum fjórum leikjum, en liðið heldur nú úr útsynningnum á Íslandi í æfingaferð til Spánar.

Síðasti leikur Selfoss í deildarbikarnum verður gegn ÍBV á Selfossvelli þann 21. apríl.

Fyrri grein„Framtíðin er okkar“
Næsta greinSnýst um miklu meira en úrvalsdeildarsætið