Þórsurum spáð 9. sæti og Hamri falli

Þór Þorlákshöfn er spáð 9. sætinu í Domino's-deild karla í körfubolta í vetur og Hamri botnsætinu í kvennadeildinni.

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna í deildunum tveimur var birt á kynningarfundi Domino’s-deildanna í hádeginu í dag.

Keflavík er spáð titlinum í kvennadeildinni en KR hjá körlunum.

Keppni í Domino’s-deildunum hefst í vikunni en á morgun, miðvikudag hefur kvennalið Hamars leik gegn Grindavík á útivelli. Þórsarar leika sinn fyrsta deildarleik í vetur á heimavelli á föstudagskvöld þegar ÍR kemur í heimsókn.

Spáin í Domino’s-deild kvenna:
1. Keflavík 174
2. Snæfell 146
3. Grindavík 138
4. Valur 138
5. Haukar 100
6. KR 72
7. Breiðablik 49
8. Hamar 47

Spáin í Domino’s-deild karla:
1. KR 425
2. Grindavík 342
3. Stjarnan 340
4. Njarðvík 318
5. Tindastóll 282
6. Haukar 275
7. Keflavík 221
8. Snæfell 165
9. Þór Þ. 154
10. Fjölnir 117
11. ÍR 101
12. Skallagrímur 68

Fyrri greinGóð mæting á ljóðahátíð
Næsta greinGrímulaus leið misskiptingar og ójöfnuðar